Skip to Mainprivacy

TILKYNNING UM PERSÓNUVERND

Síðast uppfært: 04-09-2025

Hvaða upplýsingum er safnað og aðferðir við söfnun þeirra

Upplýsingum þínum kann að vera safnað á ýmsan máta, þar á meðal: þegar þú veitir okkur upplýsingar, þegar upplýsingum er safnað sjálfvirkt eða þegar annað fyrirtæki deilir upplýsingum með okkur.

  • Upplýsingar sem þú lætur okkur fá

Við söfnum upplýsingum, þar á meðal persónuupplýsingum á borð við nafn, fæðingardag, póstfang og netfang, þegar þú lætur slíkt í té við skráningu með það að markmiði að fá tölvupósta, óska eftir upplýsingum, senda athugasemdir, senda umsagnir, skrá reikning hjá okkur á vefnum eða í gegnum farsímaforrit, senda vöruumsagnir eða taka þátt í kynningu (t.d. samkeppni eða getraunum) eða könnun. Ef þú ert til dæmis á vefsvæði sjónvarpsfyrirtækis og skoðar efni frá SC Johnson á borð við vörukynningu og þú ákveður að skrá þig til að fá upplýsingar frá SC Johnson, mun vefsvæði sjónvarpsfyrirtækisins senda okkur þær upplýsingar sem þú hefur látið í té svo við getum haft samband við þig eins og óskað var eftir.

Ef vefsvæði SC Johnson býður upp á verslun eða aðra viðskiptaþjónustu, notar þú pöntunareyðublað til að óska eftir upplýsingum, vörum eða þjónustu. Við munum safna upplýsingum sem snúa að viðskiptunum, t.d. pöntunarupplýsingum eða póstfangi sem senda á vöruna á. Í sumum tilfellum getur pöntunarblaðið farið fram á að þú búir til reikning með notandanafni og lykilorði. Pöntunarblaðið getur beðið um fjármálaupplýsingar, eins og reikningsnúmer (þ.m.t. notandanafn og lykilorð) eða kredit- eða debetkortanúmer, gildistíma kredit- eða debetkorta, nafnið á kredit- eða debetkortinu, reikningsfang þitt, eða aðrar greiðsluupplýsingar. Þessar upplýsingar eru sendar til okkar eða þjónustuaðila okkar í gegnum örugga vafralotu. Ekki senda okkur neinar fjármálaupplýsingar á annan hátt en í öruggu vafralotunni.

Við viðhöldum vefsvæðum til að styðja við önnur fyrirtæki og lokanotendur vara okkar og þjónustu t.d. í tilfellum iðnaðarfyrirtækja, stofnanna eða heilbrigðisþjónustu. Ef þú ert með aðgang að vefsvæðum okkar fyrir hönd fyrirtækis kunnum við einnig að safna vinnutengdum tengiliðaupplýsingum um þig (þar með talið netfang og símanúmer), stöðu þína og hlutverk og ítaratriðum um slíkt fyrirtæki. Vefsvæði sem eru ætluð fyrirtækjum geta einnig boðið upp á möguleika á að búa til reikning til að hafa aðgang að ákveðinni þjónustu og efni.

Við rekum ákveðin vefsvæði til að ráða starfsmenn, þar með talið til að auglýsa starfstækifæri og heimila umsóknir á vefnum. Ef þú notar slík vefsvæði verður þú beðin(n) um að búa til reikning til að stýra umsóknarferlinu, og ef þú svo kýst, til að láta þig vita af lausum störfum. Þú verður beðin(n) um að gefa upp tengiliðaupplýsingar sem og aðrar upplýsingar sem skipta máli varðandi umsóknina t.d. starfságrip eða ferilskrá.

Það er að fullu valfrjálst hvort þú veitir okkar persónuupplýsingar. Ef þú neitar hins vegar að veita okkur nauðsynlegar upplýsingar (t.d. eins og óskað er eftir á skráningareyðublaði til að geta lokið við umbeðin viðskipti) getur þú ekki notað ákveðna eiginleika og aðgerðir vefsvæðis eða farsímaforrita og/eða ávinning þjónustu okkar eða kynninga (t.d. tekið þátt í getraunum eða samkeppnum eða keypt vörur á vefnum) eða tekið þátt í ákveðnum leikjum eða öðrum upplifunum.

  • Upplýsingar sem er safnað sjálfvirkt

Við, sem og umboðsaðilar, auglýsendur og/eða þjónustuveitendur, kunna að koma fyrir vafrakökum, vefvitum eða annarri eftirlitstækni í vafranum þínum til að safna sjálfkrafa ópersónubundum upplýsingum sem og öðrum upplýsingum sem eru ekki persónubundnar þegar þú ferð inn á eitt af vefsvæðum okkar (frekari upplýsingar um vafrakökur, vefvita og hvernig má stöðva sjálfvirka söfnun er að finna síðar í þessari tilkynningu um persónuvernd). Auðkennum á netinu, svo sem IP-tölu þinni eða auðkennum tækja, sem í sumum lögsögum teljast vera persónuupplýsingar, kann einnig að vera safnað með notkun á sjálfvirkri tækni þegar þú heimsækir vefsvæði okkar eða notar farsímaforrit – frekari upplýsingar um söfnun IP-talna og auðkenna tækja og getu til að tengja vefsvæðaflettingar eða notkun farsímaforrita við tölvuna þína eða önnur tæki má finna í hlutanum að neðan.

Í þeim tilvikum þar sem þú ert á vefsvæði eins af samstarfsaðilum okkar á kynningar- eða auglýsingasviði eru vafrakökur eða vefvitar settir á tölvuna þína í gegnum það SC Johnson-efni sem þú kannt að vera að skoða (t.d. vörukynning eða auglýsing).

Upplýsingar sem safnað er með vafrakökum eða vefvitum eða annarri sjálfvirkri tækni kunna að verða notaðar af okkur eða samstarfsaðilum okkar á kynningar- eða auglýsingasviði til að sýna þér markmiðaðar auglýsingar. Að birta auglýsingar á vefsvæðum ótengdra fyrirtækja er kallað markmiðuð auglýsing (frekari upplýsingar um auglýsingar á ótengdum vefsvæðum (markmiðuð auglýsing) og hvernig megi stöðva birtingu þeirra er að finna síðar í þessari tilkynningu um persónuvernd).

Sú tegund upplýsinga sem kann að vera safnað sjálfvirkt felur í sér:

  • Netvafrategund
  • Tegund tölvu eða tækis
  • IP-tölu**
    • **ATHUGAÐU: IP-tala er tala sem úthlutuð er tölvu þinni af netþjónustu þinni (ISP) svo þú getir farið á internetið. Sumir netþjónar úthluta nýrri IP-tölu í hvert sinn sem þú ferð á internetið á meðan aðrir úthluta sömu tölunni í hvert sinn sem þú ferð á internetið. Í þeim tilvikum þar sem þér er úthlutað sömu IP-tölunni er mögulegt að upplýsingar um vafravenjur þínar séu tengdar tölvunni þinni.
  • Auðkenni tækis**
    • **ATHUGAÐU: Auðkenni tækis er einkvæmt númer sem er bundið við tækið þitt. Þannig er hægt að tengja upplýsigar um notkun þína á farsímaforritum við þitt persónulega tæki.
  • Stýrikerfi
  • vafrahegðun, t.d. upplýsingar um hvaðan þú komst, hvaða vefsíður þú hefur heimsótt, efni sem hefur verið skoðað eða halað niður, tími sem þú eyddir á svæðinu og slóðir sem þú hefur smellt á
  • kauphegðun, þ.m.t. hlutir sem hafa verið settir í innkaupakörfu og hlutir sem hætt hefur verið við
  • dagsetning og tími heimsóknar
  • upplýsingar um staðsetningu, t.d. land, borg, póstnúmer

Þessar upplýsingar hjálpa okkur að veita betri upplifun á vefsvæðinu með því að greina frammistöðu vefsvæða okkar, greina vandamál með netþjóna okkar, meta vafur á vefsvæðum og skilja betur lýðfræði þeirra sem fara inn á svæði okkar svo að við getum boðið upp á meira viðeigandi efni, aðgerðir og tilboð.

SC Johnson býður einnig upp á farsímaforrit sem þú getur notað í síma eða á öðrum fartækjum, þ.m.t. til að taka þátt í tilboðum, leikjum og öðrum viðburðum á vefnum, tengjast „Neti hlutanna“ eða „snjalltækjum“ eða til að nota á annan hátt þjónustu sem við bjóðum upp á. Til að nota suma eiginleika og aðgerðir kunnum við að nota tækni sem safnar upplýsingum úr tækjum þínum á sjálfvirkan hátt þegar þú notar farsímaforritin, t.d. upplýsingar um stýrikerfi fartækisins, hvernig þú notar farsímaforritið eða tækið og almennar staðsetningarupplýsingar.

  • Upplýsingar sem deilt er með okkur eftir öðrum leiðum

Við gætum fengið upplýsingar um þig frá öðrum stöðum t.d. frá smásölum á vefnum, opinberum gagnagrunnum, gagnasöfnum eða fyrirtækjum/vefsvæðum þar sem þú hefur veitt leyfi fyrir því að upplýsingum þínum sé deilt með öðrum fyrirtækjum. Ef þú ert til dæmis á vefsvæði sjónvarpsfyrirtækis og skoðar efni úr sjónvarpsþætti, gætir þú átt möguleika á að skrá þig til að fá öðru hverju boðsendingar/fréttir um þáttinn. Við skráningu kann sjónvarpsfyrirtækið einnig að spyrja þig hvort þú viljir að upplýsingum þínum sé deilt með samstarfsaðilum þess. Ef þú veitir leyfi fyrir slíku og SC Johnson er einn af samstarfsaðilum sjónvarpsfyrirtækisins þá gætum við fengið einhverjar upplýsingar um þig.

Við kunnum einnig að fá upplýsingar um þig frá samfélagsmiðlum ef þú eða aðrir notendur (t.d. „vinir“ þínir) veita okkur aðgang að notandalýsingum þínum, athugasemdum eða „tengingum“, ef þér „líkar“ við okkur eða ef þú sýnir auglýsingum okkar áhuga á þessum miðlum eða ef þú velur að taka þátt á síðu sem studd er af SC Johnson eða forriti sem finna má á samfélagsmiðli (t.d. Facebook-síðu SC Johnson). Tegundir upplýsinga sem við fáum eru t.d. athugasemdir sem þú hefur birt eða deilt, áhugamál, staðsetning, bein skilaboð sem þú hefur sent okkur og ef þú framkvæmdir eitthvað inni í auglýsingu frá okkur eða á slóð sem lá frá auglýsingaefni frá okkur. Þú ættir að skoða persónuverndarstefnu og gildandi skilyrði samfélagsmiðlanna og stilla valmöguleika eins og við á.

Vefsvæði okkar kunna einnig að hafa „íbætur“ og aðra eiginleika frá öðrum fyrirtækjum, til dæmis „líka“-hnapp Facebook og Facebook-spjall og aðra eiginleika sem heimila innskráningu eða aðra virkni eða samskipti á samfélagsmiðlum. Þessar „íbætur“ og eiginleikar, þar á meðal rekstur þeirra og notkun, og upplýsingarnar sem þú veitir þessum þriðju aðilum sem hluta af notkun þeirra lúta persónuverndarstefnu og starfsemi þriðja aðilans. Vinsamlegast hafðu í huga að við stjórnum ekki né erum ábyrg fyrir persónuverndarstefnu eða starfsemi slíkra aðila. Þú ættir að kynna þér tilkynningu um persónuvernd og viðeigandi skilmála áður en þú ákveður hvort nota skuli „íbætur“ eða aðrar vefsvæðisaðgerðir annarra fyrirtækja.

Við notum líka þjónustu fyrirtækja sem sjá um verðlaun og hvatningarherferðir sem láta fólki í té sérsniðið efni í rauntíma sem og tilboð til þeirra sem taka þátt í herferðinni t.d. afsláttarmiða og endurgreiðslur. Þannig fyrirtæki safna upplýsingum um kauphætti þína. Í sumum tilfellum ná þessar upplýsingar til staðsetningar farsíma eða annars fartækis til að geta látið þér í té rauntímaefni og tilboð sem eru viðeigandi fyrir þig. Þú ættir að skoða viðeigandi persónuverndarstefnur og gildandi skilmála fyrir þessar herferðir áður en þú samþykkir að taka þátt.

Hvernig við notum upplýsingar

Við kunnum að nota upplýsingar í ýmsum tilgangi til að:

  • svara spurningum þínum og beiðnum,
  • veita þér upplýsingar um fyrirtæki okkar, vörur, þjónustu, kynningar og önnur sértilboð, þar á meðal með markmiðuðum auglýsingum,
  • skoða skilvirkni auglýsinga, skila og mælinga,
  • persónugera upplifun þína á vefsvæðinu með sérsniðnu efni, auglýsingum og tilboðum,
  • hjálpa þér að finna búðir nálægt þér sem selja vörur okkar,
  • eiga samskipti við þig um aðgang þinn og aðra hluti, og að okkar vild, breytingar á stefnum SC Johnson sem kunna að hafa áhrif á þig,
  • framkvæma rannsóknir og greiningar sem snúa að stjórnun og betrun á vefsvæðum okkar, farsímaforritinum, vörum, þjónustu, auglýsingum, vörulistum á netinu, tilboðum og útsölum og á því hvernig samskipti þín eru við okkur í gegnum samfélagsmiðla, t.d. til að gera vefsvæði okkar og farsímaforrit auðveldari í notkun, með betra efni til að skilja hvernig fólk notar vefsvæði okkar, farsímaforrit, vörur og þjónustu og hvernig fólk hefur samskipti við okkur í gegnum samfélagsmiðla og auglýsingar,
  • vinna færslur og senda vörur til þín,
  • stjórna samskiptum á netinu til að skiptast á skoðunum, athugasemdum, hugmyndum og öðru efni sem notendur búa til,
  • stýra verkefnum og herferðum sem þú skráir þig í, t.d. getraunum og keppnum og leikjaforritum fyrir farsíma og öðrum upplifunum á netinu,
  • framkvæma aðrar aðgerðir sem uppgefnar eru á þeim tíma sem þú veitir upplýsingar þínar,
  • framkvæma aðgerðir samfélagsmiðla sem þú hefur virkjað, og/eða
  • sameina allar þær upplýsingar sem við höfum safnað eða fengið um þig í undanfarandi skyni.

Að því marki sem þú veitir okkur fjárhagsupplýsingar í tengslum við verslunar- eða viðskiptaþjónustu munum við nota þær upplýsingar til að vinna pantanir og skuldfæra þig fyrir vörur og/eða þjónustu. Með því að leggja fram reikning eða kredit- eða debetkortanúmer og tengdar persónuupplýsingar heimilar þú verslun okkar að láta þær upplýsingar í hendur þjónustuaðila og söluaðila og kreditkortafyrirtækisins til staðfestingar á pöntun og framkvæmd hennar ásamt því að auðkenna þig og hafa stjórn á hættuþáttum og svindli.

Þegar við deilum persónuupplýsingum

Við seljum hvorki né leigjum persónuupplýsingar þínar til annarra fyrirtækja eins og þau hugtök eru almennt skilin. Öðru hverju kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum með dótturfyrirtækjum okkar, hlutdeildarfélögum, samstarfsaðilum í viðskiptum og þjónustuveitendum, til dæmis í kringumstæðunum hér að neðan. Þetta tekur til deilingar á persónuupplýsingum þínum með aðilum sem veita auglýsingaþjónustu til að taka þátt í markauglýsingum. Slíkt fellur samkvæmt sumum lögum undir „sölu“ og þarfnast birtingar. Ef þú ert búsett(ur) í Kaliforníu skaltu skoða kaflann um lög Kaliforníu um Persónuvernd neytenda sem þú getur séð með því að ýta hér til að sjá frekari upplýsingar um slík lög og þau réttindi sem þú kannt að njóta varðandi persónuupplýsingar þínar og hvernig þær eru notaðar. Við kunnum einnig að deila uppsöfnuðum, auðkennisbrengluðum og/eða nafnlausum upplýsingum með samstarfsaðilum okkar í viðskiptum í eigin viðskiptatilgangi þeirra.

  • Samþykki þitt fyrir deilingu á persónuupplýsingum

Við deilum upplýsingum með samþykki þínu, t.d. þegar þú biður um eða beinir slíku samþykki til okkar. T.d. þegar þú ert á vefsvæðum okkar eða þegar þú notar farsímaforrit getur þú skráð þig til að fá upplýsingar og/eða markaðstilboð frá öðru fyrirtæki. Með því að skrá þig samþykkir þú að upplýsingum um þig sé deilt með öðru fyrirtæki. Ef þú samþykkir að persónuupplýsingum þínum sé deilt, eru persónuupplýsingar þínar birtar hinu fyrirtækinu. Þær upplýsingar verða háðar persónuverndarstefnu og starfsháttum þess fyrirtækis.

  • Dótturfyrirtæki SC Johnson, hlutdeildarfélög og viðskiptafélagar

Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með dótturfyrirtækjum og hlutdeildarfélögum í fyrirtækjasamsteypu sem stjórnað er af SC Johnson, eða með samstarfsaðilum okkar, auglýsendum eða öðrum þriðju aðilum, einkum í viðskipta- eða rekstrarskyni, þ.m.t. í sameiginlegum kynningarherferðum með öðrum álíka fyrirtækjum.

  • Þjónustuveitendur sem bjóða upp á þjónustu fyrir okkar hönd

Við deilum upplýsingum með þjónustuaðilum sem bjóða okkur upp á þjónustu, t.d. til að hjálpa okkur að uppfylla beiðnir, og bjóða upp á ýmsa eiginleika, þjónustu og annað slíkt á vefsvæðum okkar og farsímaforritum, svara fyrirspurnum frá þér, færa þér auglýsingar sem snúa betur að þér og í þeim tilgangi sem lýst er í kaflanum að ofan um „Hvernig við notum upplýsingar“. Ótengdu fyrirtækin sem við kunnum að veita þessar upplýsingar geta t.d. verið veitendur auglýsingaþjónustu (þ.m.t. eftirlitsþjónustu fyrir vefsvæði, auglýsingaskipti, birgðastýringarþjónustu og gagnastjórnunar- og greiningarþjónustu), viðskiptafélagar, styrktaraðilar, leyfishafar, rannsóknaraðilar og aðrir álíka aðilar. Við kunnum einnig að nota persónuupplýsingar þínar, eins og netauðkenni sem auðkenna þig ekki persónulega (t.d. með tætingu) til að þróa almenna markhópa til að nýta markmiðaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum og svæðum þriðju aðila. Nánar til tekið þá deilum við persónuupplýsingum með þriðju aðilum sem búa til markhópa með upplýsingum frá vefsvæðum okkar, öðrum ótengdum vefsvæðum og gögnum frá samfélagsmiðlum og senda út auglýsingar til þessara hópa.

Við kunnum að deila upplýsingasöfnum, upplýsingum þar sem persónuauðkenni hafa verið brengluð og/eða nafnlausum upplýsingum með fyrirtækjum sem veita okkur þjónustu t.d. í greiningar- eða rannsóknartilgangi. Við kunnum t.d. að deila upplýsingasöfnum um viðskiptavini eins og lýðfræði, þannig að það persónugreini ekki þá viðskiptavini til að hjálpa okkur við að uppgötva marktæk líkindi til að ná til nýrra viðskiptavina. Með hjálp slíkra fyrirtækja getum við sent markaðsefni og auglýsingar til þessara mögulegu viðskiptavina.

  • Dómsmál og aðrar sérstakar kringumstæður

Við kunnum að deila upplýsingum þínum til að framfylgja lagalegum skuldbindingum á borð við beiðnir frá yfirvöldum sem framkvæma rannsóknir; til að staðfesta eða framfylgja þjónustuskilmálum vefsvæða okkar eða öðrum viðeigandi stefnum; eða til að vernda rétt, eign eða öryggi gesta á vefsvæðum okkar, almennings eða annarra aðila. Við kunnum einnig að opinbera upplýsingar þínar sem hluta af endurskipulagningu eða sölu á einni af fyrirtækiseiningum okkar, rekstrardeild eða vörumerkis til annars fyrirtækis.

Hvernig við verndum upplýsingar

Við tökum öryggi upplýsinga alvarlega og notum öryggisráðstafanir viðurkenndar í faginu til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn óheimiluðum aðgangi, breytingu, tapi eða misnotkun. Til dæmis vistum við persónuupplýsingar í tölvukerfum með takmarkað aðgengi og eru þessi kerfi staðsett á stöðum undir eftirliti. Þegar við sendum trúnaðarupplýsingar (t.d. kreditkortanúmer) á internetinu, verndum við þær með því að notfæra okkur gagnakóðunaraðferðir.

Vinsamlegast mundu að senda aldrei kreditkortanúmer þitt, kennitölu eða önnur persónuleg lykilorð með ótryggðum tölvupósti. Mundu einnig að deila aldrei lykilorðum, hafa aldrei tölvuna þína eftirlitslausa og skrá þig ávallt út þegar þú hefur lokið notkun hennar.

Meira um vafrakökur, vefvita og hvernig við stöðvum sjálfvirka söfnun upplýsinga

SC Johnson notar sjálfvirka tækni til að safna almennum ópersónulegum upplýsingum sem og öðrum upplýsingum. Sjálfvirk söfnun upplýsinga á sér helst stað með notkun tvenns konar tækni: vafrakökum og vefvitum.

  • Meira um „vafrakökur“

Hvað eru vafrakökur -- Vafrakökur er litlar skrár sem vefsvæði sem þú ferð inn á setur í tölvuna þína í gegnum vafrann þinn. Vafrakökur geta borið kennsl á tölvuna þína og geymt upplýsingar á borð við þær vefsíður sem heimsóttar hafa verið, auglýsingar sem skoðaðar hafa verið, tíðni, og tegund vafra sem notaður er. Einnig er hægt að nota vafrakökur á fartækjum.

Vafrakökum er yfirleitt stjórnað í vafranum þínum.

Ef vefsvæðið sem þú ferð inn á býður upp á ókeypis efni þá er líklegt að þú munir einnig sjá auglýsingar frá öðrum vefsvæðum/fyrirtækjum. Ef svo er kann vefsvæðið sem þú heimsækir og þau fyrirtæki sem kosta auglýsingarnar að setja sínar eigin vafrakökur á tölvuna þína. Birting auglýsinga ótengdra vefsvæða er yfirleitt framkvæmd með verklagi sem kallast markmiðuð auglýsing (frekari upplýsingar um auglýsingar á ótengdum vefsvæðum (innsetning auglýsingar þriðja aðila eða markmiðuð auglýsing) og hvernig má stöðva slíkt má finna síðar í þessari tilkynningu um persónuvernd).

Hvernig vafrakökur eru notaðar -- Vafrakökur eru yfirleitt notaðar til að stuðla að öryggi (t.d. tíminn sem þú lýkur vafralotu eftir ákveðinn tíma óvirkni), auðvelda skoðun síðu (t.d. muna þær val þitt svo þú þarft ekki að færa aftur inn upplýsingar á borð við tungumálaval) og bæta vafraupplifun þína (t.d. skila efni, auglýsingum eða tilboðum sem eru í samræmi við vafravenjur þínar) og til að koma markauglýsingum á framfæri.

Vafrakökur geta verið á tölvunni þinni á meðan vafralota varir eða í fyrirfram ákveðinn tíma. Vafrakökur sem eru á tölvunni þinni á meðan vafralota varir eru kallaðar „lotukökur“ (t.d. innihald „innkaupakörfu“ á netinu hverfur við lok vafralotu þinnar). Vafrakökur sem eru á tölvunni þinni í fyrirfram ákveðinn tíma eru kallaðar „sívirkar“ kökur (t.d. velja ensku á vefsvæði sem býður upp á efni á mörgum tungumálum þannig að efnið birtist á ensku þegar þú ferð aftur á vefsvæðið jafnvel mörgum vikum eða mánuðum síðar).

Samþykkja, afvirkja eða eyða vafrakökum – – Þú kannt að geta stillt upp vafra þinn þannig að hann tilkynni þér áður en þú færð vafraköku. Þannig færðu tækifæri til að samþykkja eða útiloka vafrakökur. Til að gera slíkt skaltu kynna þér hjálparvalmynd vafrans þíns.

Flestir vafrar gera þér einnig kleift að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar. Vinsamlegast hafðu í huga að eyðing á vafrakökum hefur líklega neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra vefsvæða sem þú heimsækir og þar af leiðandi getur þú kannski ekki séð efnið eða notað þau forrit sem í boði eru í gegnum vefsvæðin.

Vinsamlegast kynntu þér hjálparvalmynd vafrans þíns til að eyða vafrakökum sem hafa verið uppsettar í tölvunni þinni. Fyrir neðan má finna tengla á vinsælustu vafrana, en þar er að finna viðbótarupplýsingar um stjórnun á vafrakökum:

Að auki kunna ákveðin vefsvæði okkar og farsímaforrit að innihalda tákn eða tengla (til dæmis „Auglýsingamöguleikar“, „Samþykkt fyrir vafrakökum“ eða „Ekki selja persónuupplýsingar mínar“), yfirleitt neðst á síðunni, eða annan hnapp sem gerir notandanum kleift að fá frekari upplýsingar um þau fyrirtæki sem nota vafrakökur á vefsvæðum sínum og val þeirra hvað varðar slíkar vafrakökur og hvernig á að afvirkja þær.

Við notum þjónustuaðila til að hjálpa okkur að meðhöndla persónuverndarstillingar, gefa út tilkynningar varðandi notkun okkar á vafrakökum og ef við á fá þau samþykki sem farið er fram á í lögum. Til að framfylgja vali þínu á að takmarka markauglýsingar, með því að skrá þig úr vafrakökum sem settar eru á vefsvæði okkar gætum við þurft að setja vafraköku í tölvuna þína. Af því leiðir að ef þú eyðir þeim vafrakökum gætir þú þurft að skrá þig út aftur til að takmarka markauglýsingar.

Frekari upplýsingar um vafrakökur má nálgast á:

https://www.allaboutcookies.org/

https://www.consumer.ftc.gov/topics/online-security

https://youradchoices.com/ or http://www.youronlinechoices.com/

  • Meira um „vefvita“

Hvað er vefviti -- Vefvitar eru tölvukóðar sem settir eru á gagnsæjar myndir sem birtast á þeim vefsvæðum sem þú ert að skoða eða í tölvupóstum sem þú færð. Vefvitar eru merkjanlegir þar sem þeir eru yfirleitt staðsettir á mjög litlum hluta af þeirri mynd sem skoðuð er. Vefvitar þekkjast einnig undir nafninu dílatögg, glær GIF og vefpöddur.

Hvernig eru vefvitar notaðir -- Vefvitar eru yfirleitt notaðir til að fylgjast með umferð á vefsvæðum. Vefvita má einnig nota með vafrakökum til að fá skilning á því hvernig notendur vefsvæða skoða og meðhöndla efni sem finna má á vefsvæðum. Til dæmis getur fyrirtæki sem á mörg vefsvæði notað vefvita til að telja og bera kennsl á notendur sem fara um mörg vefsvæði þess. Ef eigandi vefsvæðis getur borið kennsl á notendur getur hann sérsniðið heimsóknir notenda og gert þær notendavænni.

Hvernig á að eyða vefvitum -- Þú verður að eyða vafrakökum úr vafranum þínum til að eyða vefvitum (sjá hlutann hér að ofan „Hvernig á að eyða vafrakökum“).

Frekari upplýsingar um vefvita má fá finna á:

http://www.allaboutcookies.org/faqs/beacons.html

Frekari upplýsingar um auglýsingar á ótengdum vefsvæðum (innsetning auglýsingar þriðja aðila eða markmiðuð auglýsing) og hvernig má stöðva þær

Við og samstarfsaðilar okkar á kynningar- og auglýsingasviði notum upplýsingar sem safnað er með vafrakökum eða vefvitum til að auglýsa til markhópa.

Hvað eru markauglýsingar – Markauglýsingar er algengasta aðferðin við að auglýsa á vefsvæðum ótengdra fyrirtækja. Þegar þú ferð til dæmis inn á vefsvæði íþróttastöðvar kannt þú að sjá auglýsingar frá ótengdum íþróttafataframleiðendum.

Hvernig virka markauglýsingar – Markauglýsingar nota tækni t.d. vafrakökur og vefvita til að safna notkunarupplýsingum frá vefsvæðum sem þú hefur heimsótt. Upplýsingarnar eru notaðar til að reyna an skilja mögulegan áhuga þinn og samsvara hann mögulegum birgjum tengdra vara og þjónustu. Ef einn af þessum mögulegum birgjum hefur gert samning við vefsvæði sem þú ferð inn á þess efnis að hún birti samsvarandi auglýsingu mun vafri þinn setja saman viðeigandi auglýsingaupplýsingar og birta þér á meðan þú skoðar ótengda vefsvæðið.

Hvernig takmarka má markauglýsingar – – Lögsaga þín kann að hafa innleitt lög eða regluramma sem gerir þér kleift að takmarka eða stöðva markauglýsingar. Vaxandi fjöldi auglýsenda hefur fellt táknmyndir (til dæmis tákmynd fyrir „auglýsingamöguleika“) í eða nálægt auglýsingum sínum til að gefa til kynna fylgni við viðeigandi regluramma. Með því að velja þessa táknmynd kann þú að vera framsend(ur) á vefsvæði sem ætti að gera þér kleift að takmarka eða stöðva birtingu auglýsinga á tölvunni þinni. Þú ættir hins vegar að hafa í huga að slíkar táknmyndir (þar á meðal táknmynd fyrir „auglýsingamöguleika“) geta aðeins hjálpað við takmörkun auglýsinga frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig fyrir notkun á viðeigandi táknmynd til að stjórna birtingu markauglýsinga.

Ef og að því marki að auglýsing er ekki með viðeigandi táknmynd, ættir þú að fara inn á vefsvæðið þar sem þú fékkst auglýsinguna eða á vefsvæði raunverulegs auglýsanda til að skoða viðeigandi persónuverndarstefnu. Hún kann að innihalda upplýsingar um hvernig megi stöðva birtingu markauglýsinga.

Þú getur fræðst betur um markauglýsingar og hvernig draga má úr markauglýsingum á:

http://www.aboutads.info

Vinsamlegast hafðu í huga að SC Johnson hefur enga stjórn á þessu auglýsinganeti né þeim fyrirtækjum sem tilheyra netinu.

Hvað er Do Not Track – – Do Not Track (Ekki fylgja eftir) er persónuverndarstilling sem þú getur sett upp í vafra þínum. Henni er ætlað að gera þér kleift að stjórna eftirliti með netvirkni þinni á vefsvæðum.

Hvernig við bregðumst við „Ekki rekja merki“ – SC Johnson vefsíður virða ekki rekja stillingar sem eru virkar í vafranum þínum.

Hvaða lög stjórna rekstri vefsvæða SC Johnson og alþjóðlegum flutningi persónuupplýsinga.

Vefsvæðum okkar er stjórnað og þau rekin í samræmi við bandarísk lög. Á sama tíma eru þau hönnuð til að vera samrýmanleg lögum þeirra landa þar sem við störfum.

Þar sem við erum alþjóðlegt fyrirtæki kunna tölvuþjónarnir sem styðja vefsvæði okkar og meðhöndla persónuupplýsingar þínar að vera staðsettir utan þess lands þar sem þú fórst inn á vefsvæðin og þar sem upplýsingum var safnað. Þar af leiðandi kunna persónuupplýsingar þínar að vera meðhöndlaðar, viðhaldið og/eða fluttar út til annars lands sem er ekki með sömu persónuverndarlög og búsetuland þitt. Ef svo er munum við meðhöndla persónuupplýsingar þínar í samræmi við þessa tilkynningu um persónuvernd.

Vertu meðvitaður/uð um að með því að nota vefsvæði eða láta okkur í té upplýsingar eru að (a) samþykkja að vefsvæði okkar lúti lögum Bandaríkjanna, og (b) heimilar söfnum, meðhöndlun, viðhald og flutning á slíkum upplýsingum í og til Bandaríkjanna og/eða annarra landa.

Hafðu í huga að lög ákveðinna landa kunna að gera kröfu þess efnis að við setjum inn ákveðnar upplýsingar í þessa tilkynningu um persónuvernd þar sem slíkt tengist slíkum löndum. Smelltu hér að neðan til að lesa upplýsingarnar fyrir þær lögsögur. Slíkar landstengdar upplýsingar eiga við þessa tilkynningu um persónuvernd og upplýsingum sem safnað er á netinu af SC Johnson aðeins og á þann máta sem lög viðeigandi lögsögu gera kröfu um slíkt.

Ástralía

Argentína

Kanada

Evrópusambandið, Evrópska efnahagssvæðið og Sviss

Mexíkó

Suður-Kórea

Stóra-Bretland

Bandaríkin

Kalifornía

Nevada

Hvernig við tilkynnum þér um breytingar á þessari tilkynningu um persónuvernd

Vinsamlegast hafðu í huga að við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari tilkynningu um persónuvernd þegar okkur hentar. Við munum veita þér sanngjarnan fyrirvara á þessum breytingum að því marki ef gerðar eru efnislegar breytingar. Breytingar taka samstundis gildi eftir að uppfærð tilkynning um persónuvernd hefur verið birt á viðkomandi vefsvæði. Vinsamlegast kynntu þér þær öðru hverju.

Hvernig þú getur haft samband við okkur varðandi þessa tilkynningu um persónuvernd eða persónuupplýsingar þínar

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur varðandi þessa tilkynningu um persónuvernd eða persónuupplýsingar þínar skaltu láta vita með því að hafa samband og nota net- eða póstfangið hér að neðan. Beiðni þín verður þá meðhöndluð af þjónustuveri okkar í Bandaríkjunum:

Í gegnum tölvupóst: PrivacyInquiries@scj.com

Í gegnum póst: c/o S.C. Johnson & Son, Inc. - Privacy Inquiries
1525 Howe Street MS048
Racine, WI 53403
USA

Í gegnum síma eða vefeyðublað: Smelltu hér  til að heimsækja síðuna „Hafa samband við okkur“ og til að sjá hvort hægt sé að hafa samband við okkur í gegnum síma eða vefinn á staðnum sem þú ert.

Hafðu í huga að gildandi lög ákveðinna lögsaga kunna að veita þér rétt, þ.m.t., ef við á í lögsögu þinni, rétt til að óska eftir að við:

  • látum þér í té upplýsingar um flokka og ákveðin persónugögn sem við höfum safnað um þig, notkun okkar og vinnslu á slíkum persónugögnum, þ.m.t. tilgang notkunar okkar og vinnslu, upplýsingar um hvaðan við söfnuðum persónuupplýsingunum, hvernig við notum og vinnum persónuupplýsingar þínar og flokka annarra aðila sem við deilum eða sem við látum persónuupplýsingar þínar í té, og til að fá afrit af persónuupplýsingum sem við erum með um þig;
  • leiðréttum eða uppfærum persónuupplýsingar þínar;
  • höfum ekki samband við þig í framtíðinni;
  • eyðum persónuupplýsingum þínum;
  • til að stoppa notkun og vinnslu, þ.m.t. deilingu og opinberun á persónuupplýsingum þínum; og
  • til að tilkynna öðrum aðila sem við höfum deilt persónuupplýsingum þínum með um breytingu eða nauðsyn á eyðingu gagna.

Ekki kunna öll þessi réttindi að eiga við innan þinnar lögsögu; SC Johnson mun fylgja gildandi lögum.  Þú ættir að skoða „Upplýsingar um land og fylki“ hér að neðan.

Áður en við svörum beiðni getum við þurft að biðja um aukaupplýsingar til að sannreyna að beiðnin komi frá þeim einstaklingi sem persónuupplýsingarnar tilheyra eða leyfilegum fulltrúa. Við munum leitast við að halda þeim upplýsingum sem við söfnum í þeim tilgangi að staðfesta slíkt auðkenni og leyfi einstaklings í lágmarki, en stigið sem slík staðfesting mun þarfnast byggist á ýmsum þáttum þ.m.t. tegund beiðni og hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru. Í sumum tilfellum gætum við þurft að biðja um skilríki gefin út af ríkinu til að bera kennsl á þig.  Persónuupplýsingar sem við söfnum í sambandi við að slíkt munu aðeins verða notaðar til að svara slíkri beiðni.

Vinsamlegast hafðu í huga að við kunnum í samræmi við hefðbundna skráningu, ef við viljum, á hvaða tíma sem erm að eyða skrám sem innihalda upplýsingar.

Upplýsingar um land og fylki

Eftirfarandi sértæku staðsetningarupplýsingar eiga við þessa tilkynningu um persónuvernd og upplýsingar sem safnað er á netinu af SC Johnson aðeins að umfangi laga viðeigandi lögsögu þar sem gerð er krafa um slíka notkun.